Nýjast á Local Suðurnes

Safnmenn söfnuðust saman í Reykjanesbæ – Myndir!

Farskóli safnmanna sem haldinn er árlega víðsvegar um landið, var að þessu sinni haldinn í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Áhersluþættir eru mismunandi en ávallt málefni sem eru í brennidepli í rekstri safnanna og safnamálum hverju sinni.

Áhersluþáttur skólans í ár var  Söfn í sviptivindum samtímans. Margir fróðlegir fyrirlestrar voru í boði fyrir safnmenn að þessu sinni, en auk góðrar blöndu af íslenskum fyrirlesurum voru tveir erlendir fyrirlesarar héldu erindi í Farskólanum að þessu sinni, annars vegar Thomas Michael Walle frá menningarsögusafni Noregs og hinsvegar Jacob Buhl Jensen stjórnandi danskra safnamála.

safnmenn1

safnmenn2

safnmenn3