Viðvaranir færðar upp í appelsínugult
Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn Veðurstofa Íslands hefur uppfært viðvaranir upp í appelsínugular á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi á milli klukkan 14 og 17 í dag vegna mikillar snjókomu.
„Líkur á mikilli snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni. Búast má við talsverðum samgöngutruflununum, fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám,” segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.



















