Nýjast á Local Suðurnes

Útskrift frá MSS – Unnið með skemmtilegar hugmyndir í Hakkit-smiðjunni

Þann 27. maí 2016 útskrifaði MSS nemendur úr Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og úr Félagsliðabrú. Það voru 7 konur sem útskrifuðust frá Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og 8 einstaklingar sem útskrifuðust úr Félagsliðabrú. Nemendurnir hafa stundað námið í tvö ár með miklum dugnaði.

Þá var fyrsti hópurinn frá MSS útskrifaður úr smiðjunni Hakkit mánudaginn 23. maí síðastliðinn, en síðustu mánuði hafa níu nemendur unnið þróun hugmynda sinna og þróað sínar eigin vörur. Unnið var með margar skemmtilegar hugmyndir m.a. ljós úr plexigleri, púsl með hljóðum, nýstárlega klukku, hreinsibúnað fyrir rör, spil og gerð minjagripa svo eitthvað sé nefnt.

Meðfylgjandi myndir eru af útskriftarhópunum og kynningu á afrakstrinum úr Hakkit-smiðjunni.

hakkit1

hakkit2

hakkit3

hakkit4

hakkit5

leik-og-stud-utsrift1