Nýjast á Local Suðurnes

Umsvifin í atvinnulífinu að aukast

Atvinnuleysi fer minnkandi í Reykjanesbæ, en þann 15. maí síðastliðinn mældist atvinnuleysi 22,4% og hafði þá lækkað frá 28% í lok apríl. Þar af voru 8,6% á hlutabótaleið en hafði verið 16,1% í apríl. Á sama tíma hafði fjöldi þeirra sem voru að fullu atvinnulausir hækkað úr 11,9% í 13,9%.

Mikinn tíma hefur tekið að ráða í störf í gegnum átak stjórnvalda um sumarstörf fyrir námsmenn, segir í fundargerð neyðarstjórnar. Spilar þar inn í að meira framboð er af sumarstörfum á almennum markaði en útlit var fyrir. Eru það því góðar fréttir og mögulega merki um það að botninum hafi verið náð.

Þá segir að jákvætt sé að að flugvöllurinn sé að opnast og sérstaklega að erlend flugfélög ætli að hefja hér starfsemi aftur strax í sumar gefa líka til kynna að umsvifin í atvinnulífi bæjarins séu tekin að aukast.