Nýjast á Local Suðurnes

Stórbruni í Færeyjum – Suðurnesjafólk á svæðinu

Eldur kviknaði í fiskverksmiðju í bænum Tvøroyri á Færeyjum og hefur fólk verið beðið að yfirgefa hús sín í nágrenni verksmiðjunnar, meðal annars vegna þess að ammoník er í verksmiðjunni og afar hættulegt getur verið að anda að sér reyknum.

Samkvæmt upplýsingum Suðurnes.net eru nokkrir Suðurnesjamenn staddir í bænum, en þeir munu vera á öruggu svæði eftir því sem næst verður komist.