Nýjast á Local Suðurnes

Starfsemi grunnskóla að hefjast – Nemendum fækkar í Reykjanesbæ

Skólasetningar Grunnskóla Reykjanesbæjar eru mánudaginn 25. ágúst næstkomandi en nánari upplýsingar fyrir hvern skóla eru birtar á heimasíðum þeirra. Um 300 fyrstu bekkingar eru nú að hefja grunnskólanám og taka sín fyrstu skref inn í grunnskólana.

Alls eru nemendur í grunnskólunum sveitarfélagsins 2756 sem er fækkun um 59 nemendur frá skólabyrjun fyrir ári síðan þegar þeir voru 2815.

Framundan eru arkandi börn um allan bæ með skólatöskur á bakinu og því eru ökumenn beðnir um að sýna sérstaka aðgát í nágrenni skóla.