Spenna fyrir lokaleiki Lengjudeildar

Það er gríðarleg spenna fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni knattspyrnu sem fram fer í dag. Njarðvíkingar, sem eru í þriðja sæti, eiga möguleika á toppsæti deildarinnar með sigri í dag en þurfa að treysta á að Þróttur og Þór Akureyri, sem eiga innbyrðis leik og sitja í sætunum fyrir ofan geri jafntefli.
Njarðvíkingar eiga heimaleik gegn grönnum sínum úr Grindavík. Allir leikir lokaumferðarinnar hefjast klukkan 14 og er Suðurnesjafólk hvatt til að mæta á völlinn. Fyrir þá sem ekki komast á JBÓ-völlinn má nálgast leikinn í beinni útsendingu á Livey.