Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveitin fjarlægði flugeld af bílastæði

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð til aðstoðar lögreglunni á Suðurnesjum eftir að tilkynnt var um torkennilegan hlut á bílastæði við Keflavíkurflugvöll á föstudagsmorgun. Talið var að um sprengju væri að ræða.

Morgunblaðið greindi fyrst frá og í svari lögreglu til miðilsins kom fram að um lít­inn flug­eld var að ræða, sem búið var að eiga við. Aðgerðir gengu vel og var flugeldurinn fjarlægður.

Mynd: Bílastæði KEF