Nýjast á Local Suðurnes

Rekstur bílaleiga þyngist: “Sé ekki annað en að ein­hverj­ar leig­ur týni töl­unni”

Styrk­ing krón­unn­ar mun þyngja rekstur bílaleiga næstu misserin, en óbreytt­ar verðskrár og lækk­un á markaðsverði bíl­a við end­ur­sölu munu að öllum líkindum rýra efna­hag bíla­leig­anna.

Garðar K. Vilhjálmsson, eig­andi Bíla­leig­unn­ar Geys­is, segir að einhverjar bílaleigur muni týna tölunni þegar kemur fram á vetur.

„Það hef­ur verið mik­il offjár­fest­ing í þess­um geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið of­fram­boð af bíla­leigu­bíl­um,“ sagði Garðar í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. „Menn eru að keyra niður verð. Ég sé ekki annað en að ein­hverj­ar leig­ur týni töl­unni þegar kem­ur fram á vet­ur. Ég tala ekki um ef gengið þró­ast áfram eins og það hef­ur gert.“