sudurnes.net
Rekstur bílaleiga þyngist: "Sé ekki annað en að ein­hverj­ar leig­ur týni töl­unni" - Local Sudurnes
Styrk­ing krón­unn­ar mun þyngja rekstur bílaleiga næstu misserin, en óbreytt­ar verðskrár og lækk­un á markaðsverði bíl­a við end­ur­sölu munu að öllum líkindum rýra efna­hag bíla­leig­anna. Garðar K. Vilhjálmsson, eig­andi Bíla­leig­unn­ar Geys­is, segir að einhverjar bílaleigur muni týna tölunni þegar kemur fram á vetur. „Það hef­ur verið mik­il offjár­fest­ing í þess­um geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið of­fram­boð af bíla­leigu­bíl­um,“ sagði Garðar í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. „Menn eru að keyra niður verð. Ég sé ekki annað en að ein­hverj­ar leig­ur týni töl­unni þegar kem­ur fram á vet­ur. Ég tala ekki um ef gengið þró­ast áfram eins og það hef­ur gert.“ Meira frá SuðurnesjumTeknir með umtalsvert magn af þýfi – Ekki nógu sterkir til að stela öllu sem þeir vilduLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaAlda þjófnaða á SuðurnesjumSamkeppniseftirlitið rannsakar áformaða gjald­töku Isa­viaÞjófar létu greipar sópa í verslun FjölskylduhjálparSjóarinn síkáti hófst formlega í dag – Götugrill um allan bæ!Sigvaldi lofaði að “slumma” enskan hund ef Ísland ynni – Vinirnir heimta myndband!Með 15 milljón fylgjendur og dásamar Bláa lónið í bak og fyrir – Myndband!Mermaid fær fimm milljónir í þaraböð við GarðskagaVöntun á dagforeldrum í Grindavík