Óska eftir samstarfsaðilum um niðurrif altjónshúsa

Grindavíkurbær hefur óskað eftir aðilum að rammasamningi um niðurrif altjónshúsa í Grindavík.
Um er að ræða rammasamning um innkaup á verkframkvæmdum sem afmarkast við niðurrif og förgun altjónshúsa í Grindavík, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is
Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 12:00 þann 15. desember 2025.
Nánari upplýsingar má finna á www.consensa.is/utbod




















