Ný gjaldskrá tekið gildi – Hækkun á flestum liðum

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Ný gjaldskrá Reykjanesbæjar tók gildi um áramótin og gildir fyrir árið 2026. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins er tekið fram að lækkun verði á álagningarhlutfalli fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði.

Þá segir að útsvarshlutfall og gjald fyrir úrgangshirðu haldast óbreytt frá fyrra ári, en að öðru leiti verði lítilsháttar hækkun á flestum gjaldaliðum í takt við almennar vísitöluhækkanir. Flestar hækkanir á þjónustugjöldum eru í kringum 4% og endurspegla almenna kostnaðarþróun í rekstri sveitarfélagsins.

Gjaldskráin nær til fjölbreyttrar þjónustu Reykjanesbæjar og er ætlað að standa undir rekstri, viðhaldi og áframhaldandi uppbyggingu þjónustu við íbúa bæjarins, segir í tilkynningunni.

Gjaldskránna í heild sinni má nálgast á vef sveitarfélagsins.