Notendur strætó geta fylgst með í rauntíma

Reykjanesbær hvetur íbúa og gesti til að nýta sér rauntímakort Strætó. Á rauntímakorti er hægt að fylgjast með ferðum strætisvagna í rauntíma. Þannig geta strætófarþegar með hjálp tækni séð hvar vagninn sem þeir ætla að taka sér far með er staddur á hverjum tíma.
GPS-búnaður sem nú er um borð í öllum vögnum gerir farþegum kleift að fylgjast með ferðum vagnanna á vefnum www.straeto.is. Staðsetning vagnanna er uppfærð á u.þ.b. tíu sekúndna fresti, svo nákvæmnin er mikil. Þetta getur verið sérlega þægilegt á þeim stöðum sem og tímum dags þegar ferðir vagna eru strjálar eða veður og færð geta raskað tímaáætlunum
Notendur smella á „Hvar er strætó?“ og í felliglugga er valið „Reykjanesbær“.





















