Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík og Keflavík í umspil um sæti í Bestu-deildinni

Njarðvík lagði Grindavík að velli í lokaumferð Lengjudeildarinnar í knattspyrnu, 3-0, og endaði í öðru sæti deildarinnar, sem er besti árangur félagsins frá upphafi. Keflavík gerði góða ferð á Selfoss hvar þeir lögðu heimamenn 1-4 og tryggðu sér 5. sæti deildarinnar og þar með sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni.

Njarðvík og Keflavík munu mætast í undanúrslitunum næsta miðvikudag á heimavelli Keflvíkinga og aftur á sunnudag í Njarðvík. Liðið sem hefur betur í þeirri rimmu mun svo mæta annaðhvort Þrótti eða HK.

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur / Hjalti