Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir kalt vatn og vara við slysahættu

Lokað fyrir kalda vatnið hjá öllum viðskiptavinum HS Veitna í Garði, í dag miðvikudag á milli klukkan 14:30 og 15:30. Er það vegna viðhalds í dælustöð.

HS Veitur vara við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum á meðan á þessu stendur, segir í tilkynningu.