Lögreglu hrósað í hástert eftir vel heppnaða Ljósanótt

Ljósanæturhelgin gekk vel fyrir sig, en engin stór mál komu inn á borð lögreglu um helgina. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook, hvar þau svartklæddu þakka fyrir góða helgi. Lögregla er hlaðin lofi í athugasemdum þar sem íbúar hrósa sérstaklega fyrir sýnileika lögreglu í tengslum við hátíðina.
Færsla lögreglu á Facebook í heild hér fyrir neðan:
Okkur langar að þakka íbúum Reykjanesbæjar og gestum fyrir stórkostlega helgi. Allt gekk eins og í sögu og engin stór mál sitja eftir á okkar borðum eftir helgina í tengslum við Ljósanótt eða viðburðum tengdum henni. Við tókum sérstaklega eftir því hvað það var létt yfir fólki og við skemmtum okkur mjög vel eins og þið flest gerðuð líka.
Vel gert öll og takk fyrir frábæra Ljósanótt, sjáumst að ári.