Leki á stofnlögn hitaveitu – Gangandi sýni aðgát

Kominn er upp leki á stofnlögn hitaveitu við Njarðarbraut á Fitjum og eru gangandi vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Lekinn hefur ekki áhrif á afhendingu heits vatns eins og er, en unnið er að því að undirbúa viðgerð sem mun hafa tímabundin áhrif þegar viðgerð mun fara fram. Tilkynningar munu berast frá fyrirtækinu til þeirra sem verða fyrir áhrifum þegar þar að kemur.

Gangandi vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát á svæðinu á meðan unnið er að málinu.