Nýjast á Local Suðurnes

Karpað um fjármálin – Reykjanesbær fengið 5 milljarða lán á árinu

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt lántöku sem nemur 5 milljörðum króna á innan við ári. Auk þess hefur sveitarfélagið nýtt lanalínur upp á um milljarð.

Þetta kemur fram í bókun Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi á dögunum, en þér segir að Þann 18. nóvember 2024 hafi verið óskað eftir 2,5 milljörðum og þeir greiddir út þann 15. janúar 2025. Þann 3. apríl 2025 var óskað eftir heilmild til lántöku upp á sömu upphæð, sem staðfest var í bæjarstjórn þann 15. apríl 2025.

Var asinn þvílíkur að boða þurfti til aukafundar í bæjarstjórn að morgni 4. apríl, degi eftir að óskin um langtímalántöku var samþykkt í bæjarráði. Á þeim fundi kom fram ósk um samþykki fyrir skammtímafjármögnun að upphæð 1 milljarður sem átti að brúa bilið þar til langtímafjármögnunin yrði greidd út, segir í bókuninni.