Íbúafundur um uppbyggingu á Akademíureit

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti á dögunum afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs um að kynna áform um uppbyggingu á Akademíureit fyrir íbúum Reykjanesbæjar.

Bæjarráð hefur í kjölfarið falið Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að tryggja að opinn kynningarfundur verði haldinn fyrir íbúa á næstu vikum.