Hefja heimsendingu á áfengi á Suðurnesjum

Breska fyrirtækið T24 ltd. hefur hafið heimsendingu á áfengi á Suðurnesjum frá og með deginum í dag.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að reynsla sé komin á slíka þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og að vöntun sé á þjónustunni á Suðurnesjum sem telji um 30.000 íbúa. Þá segir að einnig verði boðið upp á aðrar vörur líkt og gos, kartöfluflögur, sælgæti og heimilisvörur svo dæmi séu tekin.

Íbúar á svæðinu eru hvattir til að skoða úrvalið á vefsíðunni tilbod24.is.