Nýjast á Local Suðurnes

Hefja heimsendingar á pylsum

Viðskipta­vin­ir Bæjarins beztu í Reykja­nes­bæ geta núna pantað pylsur heim að dyrum með Wolt-app­inu eða á vefsíðunni og skoðað úr­val pylsa, meðlæt­is og drykkja hjá Bæj­ar­ins Beztu.

Pylsurnar verða sendar frá starfsstöð fyrirtækisins á Fitjum, en staðirnir eru fjórir á Suðurnesjum, þar af þrír á Keflavíkurflugvelli. Fyr­ir­tækið Bæj­ar­ins Beztu Pyls­ur var stofnað árið 1937 og er án efa fræg­asti pylsu­vagn Íslands.

Mynd: Wikimedia.