Nýjast á Local Suðurnes

Hækka langtímafjármögnun – Áhersla lögð á að klára skólana

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hækka langtímafjármögnun hjá Lánasjóði Sveitarfélaga úr 2,5 milljörðum í fjóra milljarða.

Í bókun meirihluta kemur fram að til standi nú þegar, að fara í langtíma lánafjármögnun til að greiða upp skammtímalán sveitarfélagsins en meirihlutinn mun sækja um hærra lán, allt að fjóra milljarða til að geta haldið áfram framkvæmdum við leikskólann Drekadal, Holtaskóla og Myllubakkaskóla.