Fluttur á Landsspítala eftir alvarlega líkamsárás

Einn var fluttur beint á Landsspítala eftir alvarlega líkamsárás í umdæmi Brunavarna Suðurnesja.
þetta kemur fram í stöðufærslu Brunavarna á Facebook. Ekki er greint frá líðan viðkomandi, né hvar atburðurinn átti sér stað, en tekið er fram að mikið hafi verið um að vera á næturvaktinni, en alls var farið í 14 útköll.