Fá ekki að breyta púttvelli í bílastæði

Húsnæðisnefnd HSS lagði til við Reykjanesbæ að púttvöllur, á milli Skólavegar og Mánagötu, yrði færður yfir í Skrúðgarðinn og útbúið vel merkt og upplýst bílastæði þar sem púttvöllurinn er nú staðsettur.
Óskað var umsagnar bæjaráðs í umboði fyrir bílastæðasjóð sveitarfélagsins. Bæjarráð ræddi málið og taldi tillöguna ekki vera góðan kost og óskaði eftir að umhverfis- og framkvæmdasvið ynni að því að finna heppilegri lausn í samvinnu við húsnæðisnefnd HSS.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fór í kjölfarið yfir málið og telur að það samræmist ekki ásýnd hverfisins að breyta umræddu opnu svæði í bílastæði og var erindinu því hafnað. Umhverfis- og skipulagsráð bókaði þó að það væri reiðubúið að leita lausna með HSS sbr. afgreiðslu í 4. máli 354. fundar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Mynd: Skjáskot já.is




















