Eldur í snjóruðningstæki á KEF

Eldur kom upp í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli um klukkan tíu í morgun. Slökkviliðip sýndi mjög snör viðbrögð og réði niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum.
Tækið var í notkun við að ryðja snjó á flugvallarstæði. Engin flugvél eða farþegar voru í grennd þegar eldurinn kom upp.



















