Eldgos suðaustan við Litla Skógfell

Eldgos hófst rétt fyrir kl. 04 í nótt, og eru upptökin suðaustan við Litla-Skógfell, á svipuðum slóðum og gígurinn sem var lengst virkur í gosinu í ágúst. Þetta er eldgos númer 12 á svæðinu.
Engin hætta fyrir Grindavík eins og staðan er núna, þar sem hraunflæðið stefnir ekki í átt að bænum, segir í tilkynningu frá lögreglu.
Í dag er suðaustlæg átt, sem þýðir að gasmengun gæti borist yfir Reykjanesbæ, Voga, Sandgerði og Garð.
Ljósmynd: Veðurstofa Íslands