Andlát: Jón Eysteinsson

Jón Eysteinsson, fyrrverandi sýslumaður í Keflavík, lést 2. september, 88 ára að aldri.
Jón fæddist í Reykjavík 10. janúar árið 1937. Foreldrar hans voru Eysteinn Jónsson, þingmaður og ráðherra, og Sólveig Guðrún Jóna Eyjólfsdóttir húsmóðir.
Jón starfaði hjá bæjarfógetanum í Keflavík, síðar sýslumanninum í Keflavík frá árinu 1974 alveg til ársins 2007, hann var sýslumaður frá árinu 1975 til ársins 2007 að hann fór á eftirlaun, en embættinu var breytt nokkrum sinnum á því tímabili. Jón sinnti lögmannsstörfum til ársins 2017.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er Magnúsína Guðmundsdóttir. Synir þeirra eru Eysteinn og Guðmundur Ingvar. Sonur Magnúsínu og stjúpsonur Jóns er Karl Jónsson. Barnabörnin eru tíu og langafabarn eitt.