Nýjast á Local Suðurnes

Andlát: Jón Eysteinsson

Jón Ey­steins­son, fyrrverandi sýslumaður í Kefla­vík, lést 2. sept­em­ber, 88 ára að aldri.

Jón fædd­ist í Reykja­vík 10. janú­ar árið 1937. For­eldr­ar hans voru Ey­steinn Jóns­son, þingmaður og ráðherra, og Sól­veig Guðrún Jóna Eyj­ólfs­dótt­ir hús­móðir.

Jón starfaði hjá bæj­ar­fóg­et­anum í Keflavík, síðar sýslumanninum í Keflavík frá árinu­ 1974 alveg til ársins 2007, hann var sýslumaður frá árinu 1975 til árs­ins 2007 að hann fór á eftirlaun, en embættinu var breytt nokkrum sinnum á því tímabili. Jón sinnti lög­manns­störf­um til ársins 2017.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Jóns er Magnús­ína Guðmunds­dótt­ir. Syn­ir þeirra eru Ey­steinn og Guðmund­ur Ingvar. Son­ur Magnús­ínu og stjúp­son­ur Jóns er Karl Jóns­son. Barna­börn­in eru tíu og langafa­barn eitt.