Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 4.000 lítrar af kjötsúpu mettuðu mannskapinn – Myndir!

Tæpir 4.000 lítrar af kraftmikilli kjötsúpu frá Skólamat yljuðu gestum í blíðskaparveðri og góðri stemningu á hátíðarhöldum Ljósanætur í gærkvöldi.

Eins og sjá má var mikill fjöldi fólks mættur á svæðið en margar hendur unnu létt verk og ekki skemmdi fyrir að VÆB-bræður munduðu ausurnar af myndarbrag.