Nýjast á Local Suðurnes

Eng­in viðskipta­leg rök í að lækka verð í Bláa Lónið

Ódýrara en hvalaskoðun, segir forstjórinn

Tekjur Bláa lónsins hf. námu 6.2 milljörðum króna í fyrra en 766 þúsund gestir lónsins greiddu alls 3.7 millj­arða króna í aðgangs­eyri ofan í lónið.

Umræða um háan aðgangs­eyri skýtur upp kollinum reglulega og seg­ir Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónið byggja verðlagn­ing­una á verðmæti vör­unn­ar sem verið er að selja og vís­ar til þess að gest­um hafi fjölgað milli ára.

„Ættum við að lækka miðaverðið þegar gesta­fjöld­inn vex milli ára? Ég sé ekki al­veg viðskipta­legu rök­in í því,“ seg­ir Grím­ur í við mbl.is.

„Við höf­um búið við þessa umræðu allt frá því að við opnuðum baðstaðinn fyr­ir 16 árum á nýj­um stað. Fólk set­ur samasem­merki á milli Bláa lóns­ins og sundstaða. Við erum hins veg­ar að bjóða upp á upp­lif­un­ar­vöru. Það kost­ar 10 þúsund krón­ur í hvala­skoðun og 6 þúsund krón­ur í Bláa lónið. Þetta eru hvort tveggja upp­lif­un­ar­vör­ur,“ seg­ir Grím­ur. „Er ekki bara frá­bært að búið sé að byggja upp svo gott vörumerki að hægt sé að verðleggja þjón­ust­una með þess­um hætti,“ seg­ir hann. „Við erum að skapa gjald­eyris­tekj­ur fyr­ir þjóðina.“