Engin viðskiptaleg rök í að lækka verð í Bláa Lónið
Ódýrara en hvalaskoðun, segir forstjórinn

Tekjur Bláa lónsins hf. námu 6.2 milljörðum króna í fyrra en 766 þúsund gestir lónsins greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið.
Umræða um háan aðgangseyri skýtur upp kollinum reglulega og segir Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónið byggja verðlagninguna á verðmæti vörunnar sem verið er að selja og vísar til þess að gestum hafi fjölgað milli ára.
„Ættum við að lækka miðaverðið þegar gestafjöldinn vex milli ára? Ég sé ekki alveg viðskiptalegu rökin í því,“ segir Grímur í við mbl.is.
„Við höfum búið við þessa umræðu allt frá því að við opnuðum baðstaðinn fyrir 16 árum á nýjum stað. Fólk setur samasemmerki á milli Bláa lónsins og sundstaða. Við erum hins vegar að bjóða upp á upplifunarvöru. Það kostar 10 þúsund krónur í hvalaskoðun og 6 þúsund krónur í Bláa lónið. Þetta eru hvort tveggja upplifunarvörur,“ segir Grímur. „Er ekki bara frábært að búið sé að byggja upp svo gott vörumerki að hægt sé að verðleggja þjónustuna með þessum hætti,“ segir hann. „Við erum að skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðina.“