Nýjast á Local Suðurnes

Uppáhalds æfingar Söru: Prófaðu ketilbjöllur frá helvíti – Myndband!

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sigraði sem kunnugt er á Evrópumótinu í crossfit sem fram fór í Madríd á dögunum og tryggði sér þannig þátttökurétt á Heimsleikunum í íþróttinni sem fram fara í sumar í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Crossfitvefurinn Boxrox birti á dögunum grein sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt um tæplega þúsund sinnum, af síðunni sjálfri og á samfélagsmiðlunum. Í greininni er farið yfir fimm uppáhalds æfingar crossfit drottningarinnar úr Njarðvík og þar á meðal er nokkuð erfið ketilbjölluæfing, sem er að finna hér fyrir neðan, eða “ketilbjöllur frá helvíti,” eins og það er orðað í greininni.

Ragnheiður Sara mælir með að byrjað sé með 12 kg. ketilbjöllur, en æfingafélaginn í myndabandinu er ekki af verri endanum eða Björgvin Karl Guðmundsson, sem sigraði í karlaflokki á Evrópumótinu og tryggði sér einnig keppnisrétt á Heimsleikunum í sumar.

Hægt er að finna allar fimm uppáhalds æfingar Ragnheiðar Söru og nákvæmar lýsingar á hvernig skal framkvæma þær á vefsíðu Boxrox.