Nýjast á Local Suðurnes

Elías Már valinn í A-landsliðið – Ingvar og Arnór Ingvi einnig í hópnum

Keflvíkingurinn Elías Már Ómars­son, sem leikur með IFK Gauta­borg, kem­ur inn í landsliðshóp karla í knatt­spyrnu fyr­ir leik­ina gegn Króa­tíu og Möltu, sem fram fara 12. og 15. nóv­em­ber næstkomandi. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn nú fyrir stundu.

Elías Már hefur farið mikinn fyrir IFK, en hann hefur skorað sex mörk í tólf leikj­um í sænsku úr­vals­deild­inni. Þá skoraði Elías í báðum heima­leikj­um 21-árs landsliðsins í októ­ber, gegn Skotlandi og Úkraínu. Elías hef­ur leikið fimm A-lands­leiki, síðast gegn Finn­landi og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um í janú­ar á þessu ári.

Tveir Suðurnesjamenn eru í hópnum auk Elíasar, markvörðurinn Ingvar Jónsson og Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Rapid Vín.