Vilja halda Hvassahraunsflugvelli í skipulagi

Tillaga að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-204 var lögð fram til samþykktar í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga á dögunum og samþykkt samhljóða. Tekið var fram á fundinum að vilji sé til að halda mögulegum flugvelli í Hvassahrauni áfram í skipulaginu.
Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáæltunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það, segir í fundargerð bæjarráðs.
Mynd: Úr skýrslu Icelandair um flugvöllinn í Hvassahrauni