Versnandi loftgæði

Mengun frá gosinu liggur yfir bænum líkt og síðustu daga og eru mælar að sýna aukna loftmengun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ, en þar segir að Vinnuskólanum hafi verið lokað í dag vegna þessa.
Bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að:
- Takmarka mikla útiveru
- Forðast áreynslu utandyra
- Huga sérstaklega að börnum og viðkvæmum
Hægt er að fylgjast með loftgæðamælingum inni á loftgaedi.is