Nýjast á Local Suðurnes

Verkfall í einum leikskóla á Suðurnesjum náist ekki samningar

Atkvæðagreiðslu félaga í Kennarasambandi Íslands um verkfall í átta skólum lauk núna í hádeginu. Verkfall var samþykkt í öllum skólunum samkvæmt frétt RÚV.

Samkvæmt frétt RÚV var verkfall samþykkt í leikskólanum Holt í Reykjanesbæ og mun vera um ótímabundið verkfall að ræða, komi sú staða upp, eða þar til samningar nást.

Verkfallið hefst 29. október ef ekki semst fyrir þann tíma.