Vara við hættunni sem skapast við að ganga á nýrunnu hrauni

Tilefni er til þess að vara við þeirri hættu sem skapast af því að ganga á nýrunnu hrauni, þar sem vart hefur verið við fólk að ganga á nýju og nýlegu hrauni við Sundhnúksgígaröðina.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu, en þar segir að 10 metrs þykkt hraun getur tekið meira en tvö ár að storkna í gegn. Hraun er frábær einangrari og því helst hraun heitt og jafnvel fljótandi undir þunnri skorpu jafnvel löngu eftir að hraun kemur upp í eldgosi. Mjög hættulegt getur því reynst að ganga á nýju hrauni, þar sem einungis nokkrir sentimetrar geta skilið á milli harðs hraunyfirborðsins og fljótandi hrauns. Þetta á einnig við um eldri hraun sem hafa runnið á undanförnum árum.
Skorpan á nýja hrauninu er þunn og getur brostið, því er einnig óráðlegt að fara mjög nærri hraunjaðrinum þar sem nýjar hrauntungur geta runnið fram fyrirvaralaust.
Á gosstöðvunum í dag hefur mælst talsverð mengun brennisteinsdíoxíðs (SO2) sem telst óholl viðkvæmum. Gasdreifingarspá veðurstofunnar gerir ráð fyrir áframhaldandi NNV átt á svæðinu og því er líklegt að mengun verði viðvarandi á gosstöðvunum og nærsvæði, svo sem göngustígum og útsýnissvæði yfir gosið. Ráðleggingar Umhverfis- og orkustofnunar um viðbrögð við slíkri mengun hljóða upp á að draga úr áreynslu utandyra og börnum er ekki ráðlagt að dvelja utandyra í slíkri mengun.
Mynd sýnir hvar hraunjaðarinn hefur verið á hreyfingu undanfarna daga
///
There is reason to warn about the danger created by walking on newly formed lava, as people have been seen walking on new and recent lava near the Sundhnúkar crater row in recent days.
Did you know that a 10-meter-thick lava flow can take more than two years to solidify completely? Lava is an excellent insulator, so it stays hot and even molten beneath a thin crust for a long time after it has erupted. Therefore, it can be extremely dangerous to walk on new lava, as there may be only a few centimeters separating the hard lava surface from liquid lava below. This also applies to older lava flows that have erupted in recent years.
The crust on the new lava is thin and can break, so it is also inadvisable to go very close to the lava edge, as new lava tongues can flow forward without warning.
At the eruption site today, significant sulfur dioxide (SO₂) pollution has been measured, which is considered harmful to sensitive individuals. The Icelandic Meteorological Office’s gas dispersion forecast predicts continued NNW winds in the area, so it is likely that the pollution will persist at the eruption site and surrounding areas, such as hiking trails and viewpoints overlooking the eruption. The Environmental Agency recommendations say to reduce outdoor exertion under such conditions, and children are advised not to stay outdoors when exposed to this pollution.
Figure shows where the edges of the lava field have been moving in the past few days.



















