Nýjast á Local Suðurnes

Tölvuþrjótar sviku um 400 milljónir út úr HS Orku

Erlendum tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljónum króna.

Þjófnaðurinn átti sér stað fyrir nokkrum vikum og að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra fyrirtækisins, lítur út fyrir að erlendir aðilar standi að baki þjófnaðinum.

RÚV greinir frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að málið sé í rannsókn hjá lögreglu og er líklegt að einhver hluti fjármunanna verði endurheimtur. Þá verða viðskiptavinir og birgjar fyrirtækisins ekki fyrir tjóni vegna þessa.