Þekkt nöfn orðuð við Njarðvík

Fótbolti.net greinir frá því í dag að Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, hafi fundað með Lengjudeildarliði Njarðvíkur um þjálfun liðsins á næsta tímabili en Gunnar Heiðar Þorvaldsson yfirgaf félagið eftir tímabilið.
Ef Kjartan Henry tekur við Njarðvík yrði það hans fyrsta aðalþjálfarastarf. Þá kemur fram í fréttinni að Davíð Smári Lamude, fyrrum þjálfari Vestra, hafi einnig verið orðaður við Njarðvík.
Njarðvík í 2. sæti deildarinnar en komst ekki í gegnum umspilið, eftir tap gegn Keflavík.