Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafyrirtæki sakað um ruddaskap

Útgerðarfyrirtækið Saltver, í Reykjanesbæ, er sakað um ruddaskap í garð smábátaeigenda í færslu á Fésbókarsíðu Landsambands smábátaeigenda. Skipstjóri á Erling KE 140, sem er í eigu fyrirtækisins er sakaður um að nýta sér upplýsingar um ferðir smábáta og finna þannig fengsæl mið.

“Smábátaeigendur við Faxaflóa óska skipstjóra og útgerð Erlings til hamingju með næst stærsta túr kvótaársins hjá þeim, en landað var 37 tonnum af slægðum þorski úr 10 trossum í Hvalfirði þennan fyrsta dag strandveiða. Að sjálfsögðu lagði Erling net sín aftur á þennan gjöfula blett.” Segir meðal annars í færslunni, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.