Stór æfing BS í Sandgerði

Brunavarnir Suðurnesja standa fyrir æfingu á morgun, föstudaginn 16. maí, í Sandgerði með þátttöku um 80 lækna og starfsmanna Brunavarna Suðurnesja.
Vegna æfingarinnar má búast við aukinni umferð og viðveru við Sandgerðishöfn og slökkvistöðina í Sandgerði. Æfingin mun fara fram á tímabilinu kl. 08:00–17:00.
Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi og þolinmæði meðan á æfingunni stendur.