Nýjast á Local Suðurnes

Stöðugleiki í atvinnulífinu í Grindavík milli mælinga

Miðvikudaginn 25. júní fór fram talning á starfsfólki grindvískra fyrirtækja í Grindavík. Þann dag mættu 773 til vinnu en voru 749 við talningu í mars.

Starfsfólki í ferðaþjónustu, fiskeldi, iðnaði og annarskonar þjónustu fjölgar lítillega milli talninga en fjöldi starfsfólks í sjávarútvegi stendur í stað. Opinberu starfsfólki fækkar á milli talninga.

Tekið skal fram að um er að ræða talningu á starfsfólki sem mætti til vinnu þennan dag og því er ekki talið með starfsfólk sem var fjarverandi, t.d. vegna veikinda, sumarleyfa o.s.frv., segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Greinilegt er að tækifæri í ferðaþjónustu eru til staðar í Grindavík en vöxtur er í ferðaþjónustufyrirtækjum sem voru 8 í mars en eru nú 13. Vöxturinn er að mestu komin vegna einstaklinga sem ætla að láta reyna á möguleikana sem Grindavík hefur upp á að bjóða.

Mynd: Grindavíkurbær