Nýjast á Local Suðurnes

Skjálftar á Reykjanestá – Hafa fundist í Grindavík

Tæplega 150 skjálftar hafa mælst á Reykjanestá frá því klukkan um 14:30 í dag og virknin heldur áfram.

Liklega eru fjórir skjálftar um og yfir 3 að stærð, sá stærsti um 3,8, samkvæmt vef Veðurstofu. Unnið er að nánari yfirferð og gætu þessar stærðir breyst. Skjálftarnir hafa fundist í Gríndavík, segir á vef Veðurstofunnar.

Síðast var jarðskjálfthrina úti fyrir Reykjanestá í lok desember 2024 þegar skjálftar af svipaðri stærð mældust. Þá var skjálftavirknin staðsett nærri Eldey um 10 km SV af Reykjanestá, þar sem virknin er núna.