Nýjast á Local Suðurnes

Semja við sænskt ráðgjafafyrirtæki um markaðssetningu

Reykjaneshöfn hefur gert samstarfssamning við sænska fyrirtækið Nordic Port Group um markaðssetningu svæðisins gagnvart skemmtiferðaskipum.

Fulltrúar fyrirtækisins komu í heimsókn og á fundinum voru næstu skref í samstarfinu rædd. Nordic Port Group er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og vexti í skemmtiferðaskipageiranum. Þeir leggja áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu og vinna með höfnum og áfangastöðum út frá heildarsýn sem byggir á upplifun gesta.

Mynd: Frá undirritun samninga / Reykjanesbær