Nýjast á Local Suðurnes

Rannsókn lokið á mengun í tjörnum við Fitjar

Svo virðist sem hvítur lögur eða sápuvatn hafi verið að menga tjarnirnar við Fitjar að undanförnu. Reykjanesbær í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sem sér um mengunarvarnir á svæðinu kannaði málið. Töluverð umræða myndaðist á samfélagsmiðlum vegna málsins líkt og greint var frá á Sudurnes.net um miðjan ágúst.

Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi lokið rannsókn sinni á mengun sem sást í skurði á Fitjum í Njarðvík. Mengunin stafar líklega af sápuvatni vegna bílþvotta á vegum fyrirtækis  í nágrenninu. Niðurföll plansins þar sem þvotturinn fór fram eru tengd við regnvatnsfrárennsli bæjarins sem veitt er í fyrrnefndan skurð. Fyrirtækið hefur verið upplýst um að þvottur bíla verði að fara fram á plani sem tengt sé olíuskilju.