Nýjast á Local Suðurnes

Ráðast í 600 milljóna framkvæmdir á ráðhúsi

Niðurstöður útboðs vegna endurnýjunar ráðhúss Reykjanesbæjar voru kynntar bæjarráði Reykjanesbæjar á fundi þess í gær. Nokkrir verktakar koma til með að skipta með sér nokkrum verkhlutum. Framkvæmdirnar sem ráðist verður í nú koma til með að kosta rétt rúmar 570 milljónir króna.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkti að taka neðangreindum tilboðum. Undanskilið er þó glerveggjakerfi, innréttingar og búnaður, þannig að gera má ráð fyrir að endanlegur kostnaður fari nokkuð yfir 600 milljónir króna.