Opið fyrir umsóknir í uppbyggingarsjóð – Breytt ferli

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja fyrir verkefni sem unnin verða árið 2026 og er umsóknarfrestur til 22. október klukkan 12 að hádegi.

Umsækjendur eru hvattir til þess að vera tímanlega í umsóknarskrifum og nýta sér ráðgjöf og stuðning Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs ef þörf krefur.

Umsóknarformið er með breyttu sniði í ár og fer í gegnum umsóknarkerfi Rannís.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér regur sjóðsins.