Nýjast á Local Suðurnes

Nýjar hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Grindavík

Grindavíkurbær, í samstarfi við ON, hefur sett upp þrjár nýjar hleðslustöðvar fyrir rafbíla í bænum, það er við tjaldsvæðið (tvær stöðvar), Kvikuna (fjórar stöðvar) og íþróttahúsið (tvær hraðhleðslustöðvar með fjórum tengjum).

Mikil eftirspurn hefur verið eftir hleðslustöðvum í Grindavík og eru þessar stöðvar því kærkomnar, bæði fyrir íbúa og gesti, segir í tilkynningu. Með stöðvunum skapast tækifæri til að hlaða rafbílinn á meðan fólk sækir vinnu, nýtir þjónustu eða sinnir erindum í bænum.

Gert er ráð fyrir að stöðvarnar verði teknar í notkun á næstu dögum.

Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ON appið veitir þér aðgang að hleðslustöðvum ON