Nýjast á Local Suðurnes

Nornahár berast frá gosinu

Borið hefur á því að svokallað nornahár hafi borist frá gosinu við Stóra-Skógfell aðfararnótt miðvikudagsins 16. júlí, í Reykjanesbæ og Vogum. Um er að ræða beitta glerþræði sem geta stungist í húð.

Foreldrum er ráðlagt að hafa vara á vegna þessa og hreinsa trampólín og önnur leiktæki fyrir notkun. Eins ætti að varast að börn stingi nálunum upp í sig eða séu berfætt utandyra á meðan þessi hætta er fyrir hendi.

Frekari upplýsingar:
https://hes.is/leidbeiningar-vegna-gosefna-sem-borist-hafa-fra-gosinu-sem-nu-stendur-yfir-vid-stora-skogfell-2/
https://www.hss.is/um-hss/frettasafn/nornahar

Mynd: Facebook/Vogar