Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar endurheimtu stolnu græjurnar

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur fengið rafmagnstæki sem stolið var þegar brotist var inn í vallarhús við knattspyrnuvöll félagsins í hendur á ný. Þetta staðfesti stjórnarformaður í spjalli við sudurnes.net.

Málið, sem nú er í hefðbundnu ferli hjá lögreglu, vakti mikla athygli og horfðu til að mynda á þriðja tug þúsunda á myndband úr öryggismyndavél deildarinnar sem birt var á Facebook.

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur