Lokanir á Njarðarbraut næstu daga

Dagana 25.–29. ágúst verður unnið að lokafrágangi við gerð hringtorgs á gatnamótum Njarðarbrautar og Fitjabakka. Á þessum tíma verður lokið við malbikun, steypu kantsteina, hellulagnir og þökulögn.
Vegna framkvæmdanna verður óhjákvæmilegt að loka fyrir umferð að hluta til. Hér að neðan má sjá áætlun um lokanir, en tekið skal fram að breytingar geta orðið ef veðuraðstæður verða óhagstæðar.
Mánudagur 25. ágúst og þriðjudagur 26. ágúst
- Njarðarbraut verður lokuð frá Grænásbrekku að Víknavegi á Fitjum vegna malbikunar.
- Hjáleiðir verða um Grænásbraut og Reykjanesbraut.
- Ökumönnum er sérstaklega bent á að aka ekki í gegnum Ásahverfið.
