Nýjast á Local Suðurnes

Loka verslun á Fitjum vegna erfiðleika í rekstri

Bakarískeðjan Kornið hefur lokað verslun sinni á Fitjum í Reykjanesbæ vegna rekstrarörðugleika. Sex manns starfa hjá Korninu í Reykjanesbæ en samtals starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu, sem hefur lokað fleiri verslunum samkvæmt frétt á Vísi.is.

Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hefur haft umsjón með Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ. Hún segir í samtali við fréttastofu Bylgunnar að hún hafi fengið símtal í fyrrakvöld um lokun bakarísins.

„Ég veit ekkert hvort það mun einhver annar kaupa þetta. En það er bara lokað.”